Stéttir Landsins
Hvað gera leikarar á virkum dögum? Hvernig er stemningin í vinnunni hjá útfararstjóra? Fyrir hverja er ljósmæðranám? Get ég orðið atvinnudansari eftir þrítugt? Er hagfræði hin döpru vísindi?
Við skyggnumst inn í hin ýmsu störf Íslendinga og fáum að vita hvernig blákaldur veruleikinn lítur út.
Sería 2 er farin af stað!
Samstarfsaðili þáttarins:
🔍Alfreð & Giggó
---
📅Miðvikudagar
🎵Elephant - Tame Impala
🎙️Hinrik Wöhler & Ólafur Jóhann Þórbergs
Stéttir Landsins
#24 - Stjörnuspekingur - Guðrún Bergmann
Stjörnuspekingurinn Guðrún Bergmann er með marga hatta og einn þeirra er stjörnuspekin.
Nýtt ár er í vændum og því tímabært að rýna í stjörnukortin og kanna hvað þau segja um það sem fram undan er.
Við ræddum hvort stjörnuspeki geti nýst við að velja réttu lottótölurnar, taka skynsamlegar ákvarðanir á fasteignamarkaði og í lífi og leik.
Guðrún dró upp persónuleg stjörnukort fyrir okkur félagana og þar kom margt áhugavert í ljós. Rísandi Venus, loftmerki, mikil sól og ýmis persónuleg einkenni.
Ef horft er til himins þá er ljóst að það eru stórar dagsetningar á næsta ári. Út frá því skoðuðum við hvort ríkisstjórnin haldi velli og hvaða vendingar megi búast við í alþjóðlegum stjórnmálum. Samkvæmt Guðrúnu mun allt þetta skýrast með hjálp stjarnanna.
Samstarfsaðili þáttarins:
🔍Alfreð & Giggó
---
📷 @gudrun_bergmann
🎵Elephant - Tame Impala
🎙️Hinrik Wöhler & Ólafur Jóhann Þórbergs