Stéttir Landsins

#25 - Fangavörður - Heiðar Smith

Stéttarfélagið

Fangavörðurinn Heiðar Smith fór yfir stöðuna í fangelsismálum á Íslandi, starf fangavarða og hið daglega líf innan veggja fangelsanna. Heiðar starfar í fangelsinu á Hólmsheiði og er jafnframt formaður Félags fangavarða.

Í spjallinu var farið yfir þær fjölmörgu áskoranir sem fangelsisyfirvöld standa frammi fyrir í nútímasamfélagi. Að vanda var farið um víðan völl og einnig komið inn á stigskiptingu afplánunar, félagsstarf fanga, samneyti fanga og fangavarða, Fangavarðaskólann, Stóra-Hraun og margt fleira sem mótar fangelsiskerfið á Íslandi í dag.

Stéttir Landsins fagnar eins árs afmæli og er einstaklega viðeigandi að halda upp á það með því að gægjast inn fyrir dyr fangelsanna á Íslandi.

Samstarfsaðili þáttarins: 
🔍Alfreð & Giggó 
--- 
📷 @heidarsmith
🎵Elephant - Tame Impala
🎙️Hinrik Wöhler & Ólafur Jóhann Þórbergs