Stéttir Landsins

#26 - Flugumferðarstjóri - Diljá Mjöll Kolár Hreiðarsdóttir

Stéttarfélagið

Flugumferðarstjórinn Diljá Mjöll steig úr flugturninum og leit við til okkar í stúdíóið. 

Við ræddum námið hjá Isavia og hið daglega starf flugumferðarstjóra, allt frá samskiptum, ákvarðanatöku og öllu sem starfinu fylgir. 

Einnig bar á góma flugvélalingóið, óvænt atvik í háloftunum, áhrif veðurfars, flugvöllinn á Gjögur, mikilvægi rýmisgreindar í starfi flugumferðarstjóra, listflug í steggjunum og ferlið sem fer í gang ef til flugslyss kemur.

Í janúar er opið fyrir umsóknir í nám í flugumferðarstjórn ➡️ isavia.is

Samstarfsaðili þáttarins: 
🔍Alfreð & Giggó & ✈️ Isavia 
--- 
🎵Elephant - Tame Impala
🎙️Hinrik Wöhler & Ólafur Jóhann Þórbergs