
Fanney
Fanney er 35 ára, markaðsstjóri með yfir
10 ára reynslu í uppbyggingu persónulegra vörumerkja og markaðssetningu á samfélagsmiðlum. Fanney hefur unnið með fjölda einstaklinga og fyrirtækja í markaðsstarfi ásamt því að hafa á tímabili unnið í sínum eigin rekstri tengt markaðsmálum og efnissköpun á samfélagsmiðlum.
Aðeins 18 ára gömul eignaðist hún sitt fyrsta barn og hefur frá unglingsaldri sinnt móðurhlutverkinu samhliða námi og starfi. Hún hefur lokið MS gráðu í markaðsfræði, MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu og BA gráðu í stjórnmálafræði. Í dag er Fanney þriggja barna einstæð móðir og þekkir það vel af eigin raun hvernig það er að halda mörgum boltum á lofti í hinu daglega amstri.