Tvær á floti
Tvær á floti er hlaðvarp fyrir konur yfir þrítugt sem halda mörgum boltum á lofti en vilja gefa sér meira rými og tíma til að rækta sjálfa sig, finna jafnvægi og njóta lífsins.
Í hlaðvarpinu taka þáttastjórnendur samtalið á opinskáan og einlægan hátt og deila eigin reynslusögum. Í framhaldi verður leitað til sérfræðinga þar sem kafað verður dýpra í það sem skiptir máli. Markmiðið er að hlustendur fái innblástur, hvatningu og verkfæri til að fljóta í gegnum lífið.
Instagram: @tvaerafloti
TikTok: @tvaerafloti
Tvær á floti
S01 E03 - Eva Matta "Hvort viltu fara ranga leið eða enga leið?"
Eva Matta kemur í heimsókn og kafar dýpra með okkur ofan í lífsgæðakapphlaupið og hvernig við getum tekist á það innra með okkur. Eva Matta er markþjálfi, rithöfundur og hélt úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins um árabil. Hún er með alþjóðleg þjálfararéttindi frá Dale Carnegie og hefur þjálfað fjölda fólks í sjálfstrausti, samskiptum og hugarfari. Stútfullur þáttur af fróðleik og góðum punktum til að taka með út í lífið.
Þátturinn er í boði:
- Nútrí Health Bar
- HÚÐIN skin clinic
- Eldum Rétt
- Vila Iceland
Fylgdu Tvær á floti:
- Instagram: @tvaerafloti
- TikTok: @tvaerafloti