Tvær á floti
Tvær á floti er hlaðvarp fyrir konur yfir þrítugt sem halda mörgum boltum á lofti en vilja gefa sér meira rými og tíma til að rækta sjálfa sig, finna jafnvægi og njóta lífsins.
Í hlaðvarpinu taka þáttastjórnendur samtalið á opinskáan og einlægan hátt og deila eigin reynslusögum. Í framhaldi verður leitað til sérfræðinga þar sem kafað verður dýpra í það sem skiptir máli. Markmiðið er að hlustendur fái innblástur, hvatningu og verkfæri til að fljóta í gegnum lífið.
Instagram: @tvaerafloti
TikTok: @tvaerafloti
Tvær á floti
S01 E08 - Hvað veist þú um fjármál?
Í þessum þætti ræða Fanney og Sara um fjármál og rekstur heimilisins. Þar er farið í almennar pælingar um viðhorf og þekkingu á fjármálum og af hverju það er oft svona mikið feimnismál að ræða svona mikilvægan part af lífinu sem fjármálin eru. Í næsta þætti fá þær til sín sérfræðing í heimsókn sem kafar enn dýpra í málið.
Þátturinn er í boði:
Nútrí Health Bar
HÚÐIN skin clinic
Eldum Rétt
VILA