Tvær á floti
Tvær á floti er hlaðvarp fyrir konur yfir þrítugt sem halda mörgum boltum á lofti en vilja gefa sér meira rými og tíma til að rækta sjálfa sig, finna jafnvægi og njóta lífsins.
Í hlaðvarpinu taka þáttastjórnendur samtalið á opinskáan og einlægan hátt og deila eigin reynslusögum. Í framhaldi verður leitað til sérfræðinga þar sem kafað verður dýpra í það sem skiptir máli. Markmiðið er að hlustendur fái innblástur, hvatningu og verkfæri til að fljóta í gegnum lífið.
Instagram: @tvaerafloti
TikTok: @tvaerafloti
Tvær á floti
S01 E16 - Að byggja upp persónulegt vörumerki
Í þessum þætti fara Fanney og Sara yfir það hvernig það er að byggja upp sitt persónulega vörumerki, af hverju fólk ætti að gera það og hvernig það getur hjálpað til við að koma sér á framfæri og sækja sér ný tækifæri. Persónulegt vörumerki er eitthvað sem við öll ættum að hafa bakvið eyrað hvort sem það er tengt atvinnulífinu, samfélagsmiðlum, viðskiptahugmyndum eða daglega lífinu. Stutt og þægilegt spjall um persónuleg vörumerki og hvernig það getur hjálpað þér að skara framúr og koma þér á framfæri.
Þátturinn er í boði:
- HÚÐIN skin clinic
- NÚTRÍ Health Bar
- VILA Iceland
- Eldum Rétt