Tvær á floti
Tvær á floti er hlaðvarp fyrir konur yfir þrítugt sem halda mörgum boltum á lofti en vilja gefa sér meira rými og tíma til að rækta sjálfa sig, finna jafnvægi og njóta lífsins.
Í hlaðvarpinu taka þáttastjórnendur samtalið á opinskáan og einlægan hátt og deila eigin reynslusögum. Í framhaldi verður leitað til sérfræðinga þar sem kafað verður dýpra í það sem skiptir máli. Markmiðið er að hlustendur fái innblástur, hvatningu og verkfæri til að fljóta í gegnum lífið.
Instagram: @tvaerafloti
TikTok: @tvaerafloti
Tvær á floti
S01 E17 - Gummi Kíró "Við verðum að þora að vera við sjálf"
Í þessum þætti fá Fanney og Sara kírópraktorinn og áhrifavaldinn Gumma Kíró í heimsókn. Þær fara um víðan völl, hvernig Gummi hefur byggt upp sterkt persónulegt vörumerki, áhrifavaldaheiminn, kosti og galla þess að vera opinber persóna. Gummi opnaði fyrir ekki svo löngu umboðsskrifstofuna Atelier Agency og fara þær yfir hvað fólk þarf að hafa í huga sem hefur áhuga á að stíga sín fyrstu skref í þessum bransa. Einlægt og áhugavert spjall sem allir ættu að hlusta á!
Þátturinn er í boði:
- Eldum Rétt
- HÚÐIN Skin Clinic
- NÚTRÍ Health Bar
- VILA Iceland