Móment með mömmu
Móment með mömmu er hlaðvarp mæðgna sem fara um víðan völl í heimi tískunnar og hönnunar, segja frá skemmtilegum mómentum sem þær hafa átt saman og taka viðtöl við aðrar skemmtilegar mæðgur.
Episodes
17 episodes
Átröskun: reynsla dóttur og áhrif á móður
Í þessum þætti rifjum við mæðgur upp erfitt tímabil í okkar lífi, saga átröskunarsjúklings og reynsla móður. Góða hlustun!
•
52:52

Örþáttur: Hvernig á að pakka í ferðatösku
Já kæru hlustendur, í þessum þætti fáið þið góð ráð um það hvernig á að pakka í ferðatöskur. Góða hlustun!
•
26:55

Móment með Önnu Steinsen
Anna Steinsen, eigandi KVAN og svo margt fleira, mætti í spjall til okkar mæðgna til að ræða samskipti kynslóðanna. Skemmtilegt umræðuefni enda er þátturinn sá lengsti til þessa! Góða hlustun kæru hlustendur.
•
1:42:01

Móment með Guðrúnu Sørtveit og Áslaugu
Mæðgurnar Guðrún Sørtveit og Áslaug mættu í spjall til okkar. Við hefðum getað setið með þeim í marga klukkutíma því þær eru svo skemmtilegar og ljúfar. Góða hlustun og njótið sunnudagsins!
•
1:20:37

Fæðingarsaga
Nú fórum við mæðgur á persónulegu nóturnar. Góða hlustun og eigið dásamlegan sunnudag!
•
52:51

Jólagjöfin sem kom fæðingu af stað
Við byrjuðum í brekku, ein með hjartslátt í hnjánum og hin máttlaus fyrir neðan mitti, en eftir því sem leið á þáttinn urðum við hressari. Við fórum nefnilega um víðan völl í þessum þætti, úr skírn Ingólfs Arnarssonar yfir í jólagjöfina sem kom...
•
47:55

Eitt móment að lokum
Tíminn flýgur! Allt í einu gáfum við mæðgur bara út 10 þætti, ásamt einum örþætti. Þetta er búið að vera heljarinnar ævintýri og hreint út sagt dásamlegt ferli. Við fengum frábæra viðmælendur til okkar og sköpuðum mörg ný móment saman sem við e...
•
50:27
Móment með Viktoríu Hrund
Að þessu sinni fengum við til okkar smekkskonuna og innanhússhönnuðinn hana Viktoríu Hrund Kjartansdóttur. Við fórum vægast sagt um víðan völl, kynntumst Viktoríu og hennar ferli, rifjuðum upp skemmtilegar fjölskyldutengingar og hlógum mikið. G...
•
1:14:37
Móment með Smátréssystrum
Við mæðgur áttum dásamlegt spjall með systrunum, Guðnýju og Helgu. Þær eru eigendur fyrirtækisins Smátré Gunnars ásamt föður sínum sem smíðar og hannar þessi fallegu tré sem fá að prýða heimili margra yfir jólahátíðina. Góða hlustun og ekki mis...
•
1:05:47
Harður dansheimurinn
Dans hefur verið hluti af lífi okkar mæðgna til margra ára. Í þessum þætti sköfum við lítið af hlutunum og förum yfir upplifun okkar mæðgna á dansheiminum sem er vægast sagt harður. Góða hlustun!
•
1:10:04
Hefur klæðaburður frambjóðenda áhrif á þitt atkvæði?
Kæru hlustendur! Þetta hefur verið heljarinnar kosningarár hjá Íslendingum. Við mæðgur rifjum upp forsetakosningarnar en þá aðallega klæðaburð frambjóðenda. Af hverju sló klútur Höllu T í gegn? og var Halla Hrund ótrúverðug í fánalitunum? Eftir...
•
55:00
Móment með eigendum Andrá Reykjavíkur
Steinunn og Eva, eigendur Andrá Reykjavíkur mættu í spjall til okkar mæðgna. Hverjar eru þessar hugrökku konur sem opnuðu fataverslun í byrjun Covid, hvernig var ferlið og hvaða trend eigum við að hoppa á fyrir jólapakkann í ár? Engar áhyggjur,...
•
51:38
Örþáttur: Hvernig á að máta...
Við mæðgur vorum í stuði og ákváðum að henda í einn styttri þátt um hvernig á að máta...m.a. sundbol og leðurstígvél. Guðrún lumaði nefnilega á nokkrum mjög góðum ráðum í þeim efnum. Þátturinn gæti einnig reynst verslunareigendum gagnlegur en v...
•
27:23
Heimili í stíl
Guðrún mætti í tökur í miklum gír og tók alla fjölskyldumeðlimi fyrir í þættinum, meira að segja tengdasoninn! Mæðgurnar snerta á ýmsu í þessum þætti en ræða þá helst stílinn inn á heimilum hvor annarrar. Guðrún heldur því enn fram...
•
56:55
Móment með Dóru Júlíu og Guðrúnu
Dýrmætt spjall sem við áttum með Dóru Júlíu og Guðrúnu. Við fórum um víðan völl með þessum skemmtilegu og líflegu mæðgum en þær eiga sko mörg móment saman sem þær gátu deilt með okkur. Hvetjum allar mæðgur til þess að setjast saman yfir sunnuda...
•
1:06:37