
Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars
Morgunbollinn er besti og mikilvægasti bolli dagsins, hlakka til að deila honum með ykkur.
Episodes
30 episodes
29 // Sóley Jóhannsdóttir fatahönnuður
Ein af okkar allra efnilegustu fatahönnuðum, Sóley Jóhannsdóttir, frumsýndi á dögunum sína fyrstu fatalínu undir eigin nafni. Hún hefur áður starfað hjá tískuhúsum eins og Paul Smith, Isabel Marant og LEMAIRE áður en hún var fastráðin hjá Louis...
•
1:24:06

28 // Alex Sig - @facesbyalexsig
Listræni förðurnarfræðingurinn Alexander Sig er að slá í gegn á sínu sviði. Hann segir okkur frá lífinu í London, leiðinni þangað og frá spennandi verkefnum sem hann fæst við í dag hjá stjörnumerkinu Charlotte Tilbury.Morgunbollinn er í ...
•
1:20:39

27 // Geirlaug - eigandi Hótel Holt (85 ára)
Hinn heillandi og krafmikla Geirlaug Þorvaldsdóttir er eigandi Hótel Holt. Þrátt fyrir að vera orðin 85 ára þá hefur hún enn ótrúlega ástríðu fyrir því sem hún gerir og er frábær fyrirmynd fyrir sterkar ungar konur.
•
46:59

26 // Una Schram tónlistarkona
Una Schram er ung kona á uppleið. Tónlistarkona sem hefur staðið á sviði frá því hún var lítil stelpa, lærði söng í háskólanámi í London en býr í dag í Reykjavík þar sem hún menntar sig meira, vinnur á auglýsingastofu og á RÚV samhliða því að s...
•
1:13:37

25 // Svala Björgvins
Barna - , unglinga - og eilífðarstjarnan Svala Björgvins mætti í morgunbollann. Hún hefur blandað saman tísku og tónlist og veitt ófáum innblástur í gegnum árin með sínum einstaka stíl.
•
1:42:25

24 // Maya Einarsdóttir - Framkvæmdastjóri NTC
María Einarsdóttir er framkæmdarstjóri tískurisans NTC og á stóran þátt í velgengi fyrirtækisins til fjölda ára. Maya er einstaklega dugleg og sterk kona sem hefur mjög áhugaverða sögu að segja af sinni vegferð.Morgunbollinn er í boði...
•
1:12:05

23 // Kristín Edda - stofnandi fataleigunnar SPJARA
Frumkvöðullinn Kristín Edda er stofnandi fataleigunnar SPJARA. Hún er á sama tíma umhverfissinni og mikil tískuskvísa - er hægt að vera bæði? Morgunbollinn er í boði Andrá - Arna Mjólkurvörur - Sjöstrand - Hverslun þar sem kóðinn "morgun...
•
1:03:24

22 // Sara Snædís - Stofnandi Withsara
Sara Snædís er frumkvöðull á sviði hreyfingar og heilsu. Hún stofnaði Withsara, þar sem hún býður uppá fjölbreyttar æfingaleiðir í áskrift á netinu. Við fáum að heyra hennar áhugaverðu sögu yfir ljúffengum morgunbolla.Þessi morgunbolli er í...
•
1:24:54

21 // Katrín Halldóra
Leikkonan, söngkonan og hæfileikabúntið Katrín Halldóra kom í ljúfan morgunbolla. Hún hefur heldur betur slegið í gegn sem endurfædd Ellý og segir okkur frá sinni leið sem gekk ekki áfallalaust fyrir sig.
•
1:19:33

20 // Ástrós Traustadóttir
Dansarinn, áhrifavaldurinn, raunveruleikastjarnan, hlaðvarpsstjórnandinn og mamman - Ástrós Traustadóttir - er sest hjá mér í morgunbolla og fer yfir málin í lok árs.
•
1:15:07

19 // Gréta Hlöðversdóttir
Gréta Hlöðversdóttir er ein af konunum á bak við íslenska hönnunarmerkið As We Grow sem var stofnað árið 2012 . Gréta hefur skemmtilega sögu að segja, talar reiprennandi spænsku eftir dvöl í Barcelona og það nýtist henni í framleiðslu samskiptu...
•
1:00:11

18 // Hildur Yeoman
Hildur Yeoman er einn okkar allra fremsti fatahönnuður og hefur verið það í áraraðir, frumkvöðull og fyrirmynd sem hefur byggt upp eigið vörumerki og rekið verslun samhliða. Hún hefur klætt íslenskar og erlendar gyðjur af öllum stærðum og gerðu...
•
1:06:04

17 // Sól Hansdóttir
Íslenski fatahönnuðurinn Sól Hansdóttir blómstrar í sínu fagi um þessar mundir, hún hefur vakið verðskuldaða athygli frá allra stærstu tískumiðlunum eins og t.d. Vogue. Sól býr og starfar í London en ég náði að plata hana í morgunbolla í heimsó...
•
1:21:52

16 // Ása Ninna
Ása Ninna er manneskja með einstaka útgeislun. Hún hefur átt mörg líf eins og hún orðar það sjálf. Uppalinn á Selfossi, búið lengst af í 101 Reykjavík þar sem hún rak eina vinsælustu fataverslun landsins um langt skeið, í dag þekkjum við hana b...
•
1:23:00

15 // Rós Kristjánsdóttir
Rós Kristjánsdóttir fæddist og bjó erlendis til 14 ára aldurs, hún vann mikið sem módel á unglingsárum og ætlaði sér svo að feta sömu leið og pabbi sinn sem er mannfræðingur. Lífið tók aðra stefnu og er hún í dag gullsmiður og annar eigandi ska...
•
1:00:08

14 // Helgi Ómars
Helgi Ómarsson er gull af manni - ljósmyndari, áhrifavaldur, útvarpsmaður, tískutöffari, aktívisti, fyrirtækaeigandi, hlaðvarpsstjarna, yogi og fleira og fleira. Kynnumst hlýja og góða Helga í þætti dagsins.
•
1:25:19

13 // Hildur Vala
Hildur Vala hefur bókstaflega skotist uppá stjörnuhimininn og fer nú með hlutverk Elsu á fjölum Þjóðleikhússins. Hún á framtíðina fyrir sér en fór afar áhugaverða leið við að velja sér þennan starfsvettvang.Styrktaraðilar Morgunbollans:<...
•
55:55

12 // Elísabet Alma
Elísabet Alma er mikill fagurkeri - hvort sem litið er til lista, tísku eða innanhúshönnunar. Hún er eigandi og stofnandi Listval.Styrktaraðilar Morgunbollans:- TM - nýjasta varan þeirra, Fjölskylduleiðin, er kjörin fyrir barnafj...
•
1:04:31

11 // Helga Ólafs
Helga Ólafs hefur komið víða við, hún stofnaði barnafatamerkið iglo+indi sem náði eftirtektarverðum árangri. Í dag er hún stjórnandi Hönnunarmars hátíðarinnar.Styrktaraðilar Morgunbollans:- TM - nýjasta varan þeirra, Fjölskyldule...
•
59:20

10 // Ellen Lofts
Ellen Lofts er einn af okkar allra færustu stílistum og er ávallt með puttann á púlsinum. Hún hefur upplifað margt magnað á sínum ferli bæði hérlendis og erlendis.Styrktaraðilar Morgunbollans:- TM - nýjasta varan þeirra, Fjölskyl...
•
1:04:09

09 // Sigga Soffía
Sigga Soffía er margverðlaunaður listamaður og er óhrædd að flakka á milli mismunandi listforma - dans, leikhús, vöruhönnun, matur, flugeldasýningar .. Sigga Soffía er höfundur bleiku slaufunnar 2024, en hún hefur sjálf sigrast á Krabb...
•
1:01:41

08 // Sigríður Ágústa
Sigríður Ágústa er ungur hæfileikaríkur fatahönnuður sem fer sínar eigin leiðir. Hún hefur m.a. unnið náið með tónlistarkonunni Bríeti og skapað eftirminnilegar flíkur og búninga með henni. Morgunbollinn er í boði H verslun - með kóðan...
•
50:25

07 // Dóra Júlía
DJ Dóru Júlíu er margt til listanna lagt. Hæfileikabúnt með risa stórt bros og áberandi stíl, óhrædd við að fara nýjar leiðir og púllar það alltaf.Morgunbollinn er í boði Sjöstrand og H verslun - með kóðanum "morgunbollinn" fáið þið 20%...
•
1:08:40
